Um daginn birtum við Pjattrófur lítinn óskalista með allskonar fallegum og góðum snyrtivörum…
Hér kemur svo annar en allar þessar vörur eru hver annari betri, unaðslegir ilmir og æðisleg krem sem gjarna koma í gjafaöskjum.
Þessar öskjur eru sérstaklega sniðugar jólagjafir af því þær innihalda oft meira og eru jafnvel ódýrari en ef einn hlutur er keyptur utan öskjunnar.
Þannig færðu t.d. uppáhalds kremið þitt ÁSAMT hreinsi og augnkremi eða eftirlætis ilminn þinn ÁSAMT body-lotion og sturtusápu…
Svo langar okkur auðvitað í margt, margt fleira.
En elsku jóli, viltu gefa okkur…
Hydra Zen gjafaöskju frá Lancôme
Hydra Zen kremið eitt og sér kostar ca: 8225.- krónur út úr búð en í öskjunni fáum við Hydra Zen dagkrem 50 ml, ásamt 15 ml af Hydra Zen næturkremi, 5 ml af Hydra Zen augnkremi, 50 ml af hreinsimjólk og 50 ml af andlitsvatni!
Algjör snilld og fullkomið fyrir okkur sem erum svolítið á flakki með vörurnar okkar. Askjan kostar sirka 8.200.-
_____________________________________________________________________________
Belle D´Opium ilminn
YSL kom með Opium á markað árið 1977 og nú Belle d’Opium. Það má með sanni segja að ilmurinn sé ný einstök upplifun, eins og ofskömmtun af sjaldgæfum og einstökum efnum sem endurspegla kvenleika. Heillandi, ljómandi og dularfullur ilmur, sérstakur, flottur og sexý.
Jólaaskja með 30 ml ilmi ásamt 50 ml body lotion kostar í kringum 8.950.-
_____________________________________________________________________________
Bio-Performance Time-Fighting Kit frá Shiseido?
Þessi flotta gjafaaskja inniheldur sermi (serum) úr Bio-Performance línunni frá Shiseido en sermið örvar náttúrulegt EGF í húðinni, eykur varnir húðarinnar gegn öldrun og árangurinn kemur strax í ljós.
Best er að nota sermið kvölds og morgna undir dag-, næturkremið. Þetta geggjaða serum gerir húðina einstaklega slétta og farðinn verður fallegur og endist allan daginn.
Í öskjunni er að finna Bio-Performance Super Corrective Serum 30m, Super Eye Contour Cream 5ml (1/3 af fullri stærð) og Super Restoring Cream 7ml og leiðbeinandi verð er í kringum 15.990.
_____________________________________________________________________________
Loverdoze – nýja ilminn frá Diesel
LOVERDOZE jólaaskja ásamt 50 ml bodylotion og 50 ml sturtusápu. Guðný dýrkar Diesel ilmina og þessi ilmur er engin undantekning enda æðislega flottur og góður.
Askjan kostar sirka 5800.- krónur út úr búð. Frábært verð.
_____________________________________________________________________________
Aquasource Skin Perfection krem frá Biotherm
Rakagefandi krem sem fullkomnar áferð húðarinnar: Húðin verður rakafyllt, silkimjúk og ljómandi! Frábært krem. Jólaaskja með Aquasource Skin Perfection kremi 50 ml ásamt 125 ml andlitsvatni og 50 ml hreinsigeli og fallegri tösku er bara snilldar jólagjöf.
Kostar sirka 7.300.-
_____________________________________________________________________________
Jean Paul Gaultier, Classique X
Hér er um að ræða nýjan ilm sem kemur sem hrein viðbót við Classique Eau de Toilette og Classique Eau de Parfum sem báðir eru klassískir ilmir sem margar elska.
Classique X er fínlegur ilmur sem fær konur á öllum aldri til að upplifa kvenlegan þokka sinn. Kynþokkafullur og smá djarfur eins og Madonnu vinurinn JP Gaultier.
_____________________________________________________________________________
…eða æðisleg armbönd frá Made by 3
Annaðhvort úr strútsleðri með kristalskeðju og stálkeðjum eða úr blóðsteinum með Swarovski kristöllum.
Strútsleðurarmbandið kostar 14.900 en blóðsteinarnir kosta 9.900 kr.
Til sölu í Leonard og www.madeby3.is en strútsleðurarmbandið fæst líka í Kastaníu og Módern.
_____________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.