Ef þú ert stressuð – ættirðu að nota jólahátíðina og hefðirnar sem henni fylgja til þess að létta lund þína. Vísindamenn segja að þátttaka í hefðunum geta haft áhrif á efnaskiptin í heilanum.
BAKAÐU
Bakaðu smákökur. Ilmurinn af vanillu hefur sýnt sig að geti minnkað kvíða um allt að 70%. Þar að auki sýna
rannsóknir að þegar við borðum örlitla fitu eykst endórfín framleiðsla líkamans sem og “gleðiefnið” seratónin í heilanum.
HNETUR
Annað stresslækkandi hátíðarráð er að rista kastaníuhnetur (chestnuts) að amerískum sið. Hneturnar eru með mikið B-vítamín, sem eykur orku og bætir heilastarfsemina, minnkar stressið og eykur einbeitingu. Til að rista hneturnar er gott að skera grunt “x” í ysta lag hnetunnar og baka í ofni í um 20 mínútur á 175°C
SYNGDU
Syngdu jólalög. Heilaskannar hafa sýnt að söngurinn hægir á ákveðinni heilastarfsemi sem róar þig niður. Söngurinn neyðir þig líka til þess að taka dýpri andardrætti – sem hægir líka stressinu.
FAÐMAÐU TRÉ (bara varlega)
Önnur leið til að minnka stressið um hátíðarnar er kíkja á jólatréssöluna. Ilmurinn af greni getur minnkað stífleika og stress samstundis. Hvernig? Vegna þess að ilmurinn fær okkur til að hugsa um útiveru sem hjálpar okkur að slaka á …mmm!!
JÓLAMYNDIR
Horfðu á kvikmyndir eins og “Miracle on 34th Street”. Sálfræðingar segja að þær láti okkur líða betur og finna til gleði og öryggi, þær minna okkur á jólin þegar við vorum yngri og allar gömlu jólahefðirnar.
Andið rólega og njótið jólanna, til þess eru þau.
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.