Hvernig væri að kaupa bara jólagjafirnar á frábæru verði á netinu og þurfa svo ekkert annað en að ná í þær? Hljómar vel ekki satt?
Við fundum ótrúlega sniðuga síðu á netinu um daginn, NÚIÐ heitir hún og þar eru allskonar tilboð á öllu milli himins og jarðar á hverjum degi. Mjög algengt er t.d. að geta fengið flottar nýjar bækur á afslætti, nudd, litun og plokkun og margt, margt fleira á allt að 70-90% afslætti!
Þvílík snilld.
Í dag er t.d. hægt að fá þrjár bækur, þar af tvær splúnkunýjar, á mjög góðum afslætti og djúpt slökunarnudd. Svo er matreiðslubók á 67% afslætti en í listanum yfir eldri tilboð er m.a. hægt að fá litun og plokkun á 2500! Það er 50% afsláttur. Mjög gott.
Sparaðu tíma í Núinu
Einhvernveginn finnst okkur það frekar heillandi tilhugsun að geta bara byrjað að panta þessar jólagjafir núna og þurfa ekki að standa í örtröð í Kringlunni. Þarna er hægt að fá eitthvað fyrir alla og auðvitað geturðu líka fengið eitthvað fyrir sjálfa þig. Eins og t.d. gott nudd sem er jafnvel hægt að mæta í rétt fyrir eða eftir jól. Ahhh…
Prófaðu að skrá þig á síðuna og sjáðu hvernig þér líkar (ef ekki þá er minnsta mál að smella á afskrá). Þetta er ekki hópkaupasíða eða neitt því líkt, bara lítil vefverslun sem selur ALLT á mjög góðum afslætti. Líka það sem er splúnkunýtt – og okkur langar bara að deila þessu með þér. Núið er HÉR.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.