„Ertu búin að öllu?“ Hver kannast ekki við þessa spurningu dagana fyrir jólin. Við svörum annaðhvort já eða nei eða leiðum spurninguna hjá okkur.
Hvað er “allt” fyrir jólin? Fór að velta þessu fyrir mér og ákvað að búa til smá tékklista yfir það sem gæti verið þetta “allt”.
- Baka 10 smákökusortir
- Búa til aðventukrans
- Setja upp jólagardínur
- Kaupa jólatré
- Þrífa eldhússkápana
- Kveikja á jóladagakerti
- Skrifa á jólakort
- Kaupa jólaskó
- Föndra
- Kaupa jólagjafir
- Skrúbba baðherbergið í hólf og gólf
- Fara á jólahlaðborð
- Baka Sörur
- Þvo gardínurnar í stofunni
- Kaupa jólaföt
- Gera laufabrauð
- Búa til jólaís
- Fægja silfurborðbúnaðinn
- Drekka jólaglögg
- Fara í Kringluna/Smáralind og stressast
- Strauja alla dúka og löbera
Hvað er þetta “allt” í þínum huga ?
Jólatíminn er svo sjarmerandi í mínum huga….að njóta samvista við fjölskyldu og vini. Munum að njóta hverrar stundar!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.