Það eru ekki allir sem elska hangandi jólasveina utan um húsið sitt, blikkandi ljós í hverjum glugga. Hangandi borða og kúlur út um alla íbúð, syngjandi jólakalla á hverju borði.
Sumir velja einfaldleikann í skreytingum og það er í fínu lagi, því þær skreytingar eru líka ofboðslega fallegar. Hvíti liturinn spilar þar stórt hlutverk ásamt þeim græna og brúna. Smá silfur eða gull er líka í lagi með þessum litum og setur smá glamúr yfirbragð á hlutina.
Þetta kallast minimalískar jólaskreytingar og til að fá smá hugmyndir eru hérna nokkrar fallegar myndir

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.