Sjálf er ég mjög minimalísk þegar kemur að jólunum
Samt vil ég jólastemninguna beint í æð, án þess þó að blanda saman öllum litum af jólaljósum, allskonar jólasveinum, blikkandi, syngjandi og dansandi sveinum og sveinkum. Það getur auðvitað verið fallegt, ekki misskilja, en stundum er minna betra. Dönsk jólastemning á mjög vel við mig og þá sérstaklega hversu hrein og falleg hún er.
Danir nota gjarnan það sem þeir eiga fyrir og bæta ljósaseríum og gervisnjó við. Þannig fullkomna þeir hina fallegu jólaskreytingu án þess að versla af sér gatið en um leið búa þeir til dásamlega jólastemningu. Danirnir nota t.d mikið af könglum, trjágreinum, kertum og ljósum til að skreyta fyrir jólin. Oftar en ekki er hægt að fá þessa hluti mjög ódýra ef ekki ókeypis með því að fara út í garð og tína það helsta til.
Garðurinn fær líka sína jólaskreytingu með útikertum og viðaskreytingum sem oft hafa verið gerð af einhverjum af fjölskyldumeðlimunum. Útkoman er hreint út sagt dásamleg. Svo hrein, einföld og falleg.
Kíkið á myndasafnið til að fá innblástur að ekta skandinavískum jólaskreytingum…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.