Jólin eru hátíð fjölskyldunnar og mikilvægt er að taka frá tíma fyrir það sem mestu máli skiptir.
Jólin okkar er jóladagatal fjölskyldunnar þar sem hver dagur einkennist af einhverri skemmtilegri samverustund sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Að útgáfunni standa þær Erla Björnsdóttir og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir en Erla er sálfræðingur að mennt og Þóra Hrund er markaðsfræðingur.
“Allar samverustundirnar er hægt að aðlaga eftir eigin þörfum. Það er hægt að gefa sér lengri tíma í hlutina ef aðstæður leyfa en ef fólk er í kappi við tímann er samt sem áður hægt að eiga þessar gæðastundir á styttri tíma,” segir Þóra og bætir við að þeim hafi þótt mikilvægt að fjölskyldur gætu aðlagað dagatölin að þörfum sínum.
“Okkur fannst skipta máli að samverustundirnar þyrftu ekki að kosta peninga né væru háðar staðsetningu. Í dagatalinu er einnig talið niður til jóla sem er eitthvað sem börnin hafa auðvitað mjög gaman af. Þegar jólasveinarnir fara svo að týnast í bæinn þá birtast þeir á dagatalinu þannig að allir séu með röðina á hreinu.”
GÓÐVERK OG JÓLIN Í GAMLA DAGA
Dæmi má nefna um dag úr dagatalinu sem kallast “Gerum góðverk” en þar er fólk hvatt til að gera eitthvað sem gleður einhvern annan. Það þarf ekki að vera stórvægilegt, þótt það sé ekki nema að gefa fuglunum að borða eða moka innkeyrsluna hjá nágrannanum þá líður manni alltaf svo vel þegar maður gerir góðverk.
Annað dæmi er „Jólin í gamladaga“ en þar eru foreldrar hvattir til að segja börnum sínum frá því hvernig jólin voru þegar þau voru börn og hvað hefur breyst. Skoða síðan gamlar fjölskyldumyndir síðan á jólunum, en gaman getur verið að skoða myndir nokkur ár aftur í tímann. Jólaárbítur er líka annar dagur en miðast hann þá á helgidag þar sem fjölskyldan er hvött til að tæma ísskápinn og búa til dýrindis morgunverðastund saman.
“Síðan eru margar samverustundirnar eitthvað sem flestir gera á einhverjum tímapunkti fyrir jólin en málið er að gera sem mest úr þessum litlu stundum. Dagatalið er líka mjög fallegt og gaman að hafa það hangandi upp á vegg, en dagatalið er í hefðbundinni A4 stærð og er heil blaðsíða fyrir hvern dag sem maður rífur af til að sjá þann næsta”.
Dagatalið má nálgast á www.facebook.com/jolinokkar eða með því að senda póst á jolinokkar@umtal.is. “Það kostar 1990 krónur hjá okkur og við sendum það frítt um allt land. Einnig er hægt að kaupa dagatlið í verslunum Bónus og Hagkaup á höfuðborgarsvæðinu ásamt góðum völdum verslunum,” segir Þóra en 10% af söluágóða dagatalsins rennur beint til Fjölskylduhjálpar Íslands… “svo fleiri geti notið áhyggjulausra samverustunda með fjölskyldu sinni um jólin”.
ATH: Þó örfáir dagar séu nú liðnir af desember er enn hægt að fá dagatalið beint í gegnum þær Þóru og Erlu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.