Verslunarhús Evrópu skarta alltaf sínu fegursta kringum jólin og þar eru gömlu góðu búðirnar í London í fararbroddi.
Liberty, Harrods, Harvey Nicols og Selfridges selja allskonar fallegan varning sem eru gerð góð skil í gluggaútstillingum.
Sérlegir snillingar í gluggaútstillingum eru fengnir til að skapa stemmningu sem virkar eins og sena úr ævintýralegu leikriti og samspil ljóss og lita kallar fram dásamlega stemmningu í gluggunum. Harrods eru til að mynda með prinsessuþema í ár og þarna má sjá Öskubusku, Mjallhvíti og fleiri ævintýradömur.
Svo má sjá frábært jólatré hjá Christian Louboutin, sett saman úr hvítum hælaskóm með hinum þekkta rauða sóla.
Eitthvað sem ætti að höfða ansi vel til skófíklanna!
Smelltu á nokkrar myndir sem teknar voru saman af enska ritinu Stylist.
________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.