Giljagaur er níundi óróinn í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Í seríunni fara saman íslenskur menningararfur, íslensk hönnun og ritsnilld ásamt mikilsverðu málefni.
Þau Bubbi Morthens og Linda Björg Árnadóttir leggja félaginu lið í ár og sameina hér krafta sína í túlkun á Giljagaur. Linda fæst við stálið og Bubbi við orðin.
Markmið með gerð og sölu Giljagaurs er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til Æfingastöðvarinnar, en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.
MANDARÍNA
Appelsínugul kringla
sem brotnar í báta.
Börkur sem ilmar,
appelsínugulur eða grænn.
Innihaldið ríkt,
minningin um síðustu sterk.
Þessi mandarína bragðast ekki vel,
en hún brotnar í báta.
Davíð Örn Halldórsson
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar tólf talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga.
Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna en í ár er það myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson sem leggur Kærleikskúlunni lið og skapaði úr henni mandarínu.
Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.
Það er góð hugmynd að gefa gjöf sem styrkir aðra í jólagjöf en gleður augað um leið.
Jólaóróinn kostar 3.600 kr og þú getur keypt hann HÉR í vefverslun. Kærleikskúlan fæst HÉR og kostar 4.900 kr.
Við mælum sannarlega með að gefa annaðhvort Kærleikskúluna eða Jólaóróann í gjöf í ár.
Kærleikskúlan og jólaóróinn í Reykjavík og nágrenni:
Casa – Kringlunni og Skeifunni
Epal – Skeifunni, Leifsstöð og Hörpu
Hafnarborg – Hafnarfirði
Húsgagnahöllin – Reykjavík
Kokka – Laugavegi
Kraum – Aðalstræti og Garðatorgi
Litla jólabúðin – Laugavegi
Líf og list – Smáralind
Módern – Hlíðarsmára
Scintilla – Skipholti
Þjóðminjasafnið – Suðurgötu
Blómaval – um allt land
Landsbyggðin
Blómaval – um allt land
Blóma- og gjafabúðin – Sauðárkróki
Húsgagnahöllin – Akureyri
Póley – Vestmannaeyjum
Valrós – Akureyri
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.