Ég hef dregið mikið úr óþarfa kaupum hjá mér, kaupi mér sjaldnar munaðarvörur og fleira sem ég í raun og veru þarf ekki.
Það eru tvær ástæður fyrir því, í fyrsta lagi þá áttaði ég mig á því að ég á alveg nóg af dóti og það er bara græðgi og óþarfa eyðsla að kaupa meira. Í öðru lagi er ég fátækur, launalaus, námsmaður.
Það má samt láta sig dreyma en ég tók sama nokkra hluti sem mig langar alveg ofboðslega í, — ég leyfi mér eflaust eitthvað eitt af þessu eftir prófin. Annars mega þau sem ætla að gefa mér eitthvað í jólagjöf alveg skoða þetta 😀
1. After Sex naglalakkið frá Essie!
Svo fallegur liturinn og sanseringin er æðisleg!
2. Þessi geðsjúki pallíettu kjóll frá Coral!
Þessi græni litur er bara aðeins of flottur.
3. Heimsins þægilegustu buxur.
Keypti eitt stykki af þessum þegar ég var nýlega búin að eiga yngri stelpuna mína en þær eru aðeins of stórar á mig núna. Verð að kaupa nýjar, þær eru bara snilld! Fást í VILA 🙂
4. Blúndutoppur
Ég geng eiginlega aldrei í venjulegum brjóstahaldara, er alltaf í þunnum íþróttatopp. Það væri næs að breyta aðeins til og vera í einhverju aðeins meira glamúrus 🙂 Langar svo í þennan blúndutopp úr VILA.
5. Samfella drauma minna
Svo er það þessi fáránlega flotta samfella frá Victorias Secret!! Ég missti mig þegar ég sá hana! Ekki beint casual en ég hefði ekkert á móti því að eiga hana.
6. Teppi
Svo eitt mega næs teppi úr ILVA til að hafa það kósý.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður