Nú eru jólin að nálgast óðfluga og eins gott að fara að undirbúa sig vel varðandi skreytingar, innkaup, mat og allt annað sem tilheyrir jólunum.
Þetta er svo skemmtilegur tími og best í heimi er að gefa sér nógan tíma til undirbúnings. Gott er að ákveðja litaþema í skreytingarnar sínar, hvort sem það eru skreytingar inn á heimilinu eða hvernig þú ætlar að pakka inn jólagjöfunum þínum.
Það getur verið svolítið leiðinlegt að sjá pakka sem eru pakkaðir inn í hraði útaf tímaleysi. Skemmtilegast er að fá pakka sem eru vel og vandlega skreyttir og hafa risa stóran karakter. Það gefur einhvern veginn miklu meira. Hérna eru nokkrar hugmyndir að flottum pökkum sem þú getur skoðað. Þá er auðvelt að skella sér í Ikea eða föndurbúðir og næla sér í efni fyrir pakkana sína í tíma.
Gangi þér alveg jóla vel í þessu! 🙂
_____________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.