Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og því margar fjölskyldur búnar að bretta upp ermar og byrjaðar að skreyta.
Reyndar voru margir sem skreyttu um helgina enda aðventan að hefjast.
Fyrir ykkur sem eruð ekki búnar að klára þetta mál eru hér nokkrar frábærar hugmyndir að jólaskreytingum. Til dæmis jólatré úr Post-it miðum og jólatré skreytt með fjölskyldumyndum.
Efniviður í svona skreytingar er í mörgum tilfellum sérlega ‘kreppuvænn’ og því um að gera að leika eitthvað af þessu eftir.
Smelltu til að skoða og lesa…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.