Ef maður á enn eftir að finna nokkrar jólagjafir þá ætti maður ekki að vera í vandræðum að klára kaupin á þessarri nýju vefverslun.
Myconceptstore.is er ný vefverslun sem var að opna með glæsilegum gjafavörum og fatnaði. Þar má finna allt frá litlum dagbókum upp í falleg cape en verslunin leggur sig fram við að bjóða upp á vöru sem ekki er til alls staðar.
Sjálfri langar mér mest í japanskan silki jakka, fallegan velúr púða (púðarnir eru einmitt á tilboði núna) og dúfnaljós. Mér finnast líka áldósirnar, kortin og dagbækurnar flottar gjafir og ekki klikka íslensku Hrafnarnir eftir Ingibjörgu Hönnu og herðasláin frá Royal Extreme hönnuð af Unu Kristjánsdóttur.
Það er bæði hægt að versla beint á síðunni eða kíkja í búðina í Ögurhvarf 2, neðri hæð, 203 Kópavogi.
Opnunartíma má finna hér.
Svo má líka kíkja á Facebook síðuna þeirra til að fylgjast betur með 🙂
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.