Þá fer að líða að jólunum enn einu sinni og af því tilefni langar mig að sýna ykkur skemmtilega jólaförðun.
Það er alltaf svo gaman að vera fínn á jólunum, ég plana alltaf förðunina fyrst og svo dressið. Í þetta skipti langaði mig að gera létta kvöldförðun.
Ég ákvað að skyggja augun létt og hafa hálfan eyeliner og varirnar mattar og rauðar. Að sjálfsögðu þarf ekki að nota sömu vörur og ég er með, það er alltaf hægt að nota það sem maður á í svipuðum litum (ég læt þær samt sem áður fylgja með ef einhver hefur áhuga á að nota eitthvað af þeim vörum sem ég nota).
Húðin
- MAC studio fix fluid farði (fæst í MAC smáralind og kringlunni)
- MAC pro longwear hyljari (fæst í MAC smáralind og kringlunni)
- The Balm Mary Lou Manizer highlite (fæst inn á lineup.is)
- MAC Harmony kinnalitur (fæst í MAC smáralind og kringlunni)
- Laura Mercier translucent púður (fæst hér)
- Sleek Antique kinnalitur (fæst inn á haustfjord.is)
Augun
Ég notaði augnskugga pallettu frá Elf (Nude) til að framkvæma augnförðunina. En ég notaði einnig vörur frá MAC og til að klára augnförðunina
ELF: Nude to Bold Book of Look Books. Fæst hér
MAC : Eye khol (Prunella), Liquit liner (Boot black), Zoom lash maskari og Pigment (Vanilla). Fæst í MAC kringlunni & smáralind.
Varirnar
NYX soft matte varakrem í litunum Cario, Amsterdam og Monte Carlo.
Ég blandaði þessum litum saman, byrjaði á því að setja rauða litinn yfir varirnar, svo dökkrauða í kantana og þennan ljósa í miðjuna. Varakremin fást meðal annars í NYX búðinni Bæjarlind og á einhverjum snyrtistofum.
Mig langar til að nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! 🙂
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com