4. desember: Gerðu hamingjuna að forgangsatriði númer 1

Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan. 

Gerðu lífshamingju þína að forgangsatriði í lífi þínu. Hvað gæti verið mikilvægara?!

Þínar þarfir skipta máli. Ef þú metur þig ekki mikils, passar ekki upp á þig, stendur ekki með þér þá ertu að rífa sjálfa/n þig niður. Svo einfalt er það.

Hafðu það alltaf hugfast að ÞÚ GETUR annast eigin þarfir um leið og þú sinnir þörfum þinna nánustu.

Og um leið og þú nærð að mæta eigin þörfum þá ertu jafnframt mikið líklegri til að geta gefið af þér og sinnt þörfum annara í kringum þig vel.

Með þessum hætti mótast lífshamingjan. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 4. desember: Gerðu hamingjuna að forgangsatriði númer 1