3. desember: Byrjaðu að vera heiðarlegri við sjálfa/n þig og aðra

Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 

Byrjaðu að vera heiðarlegri við bæði sjálfa/n þig og aðra í kringum þig.

Þú þarft bæði að vera heiðarleg/ur með það sem er í lagi hjá þér – og því sem ekki er að gera sig.

Sýndu heiðarleika á öllum sviðum lífsins, bæði góðum og slæmum.

ÞÚ ert nefinlega eina manneskjan sem þú getur alltaf treyst á. Leitaðu að sannleikanum innra með þér, svo að þú getir gert þér grein fyrir því hver ÞÚ í raun og veru ert og hvað er að gerast í lífi þínu.

Um leið og þú áttar þig betur á því hver þú ert og hvað er að gerast í lífi þínu — þá mun það smátt og smátt renna upp fyrir þér í hvaða átt þú vilt fara með þetta líf þitt, hvaða stefnu þú vilt taka og hvernig þú átt að komast þangað.

Heiðarleiki í eigin garð og gagnvart öðrum borgar sig margfalt.

Lestu bókina, Leiðin til andlegs þroska eftir Scott M. Peck (The road less traveled) 
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 3. desember: Byrjaðu að vera heiðarlegri við sjálfa/n þig og aðra