25. desember: Byrjaðu að opna hjartað, talaðu um tilfinningarnar

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Vertu opnari með líðan þína og tilfinningar. Segðu frá því ef þér líður ekki vel.
Ef þér líður illa þá skaltu gefa sjálfri/sjálfum þér tíma og rúm til að upplifa tilfinningarnar þínar, en vertu opin með það.

Segðu þínum nánustu frá því ef þér líður ekki vel.

Leyfðu þeim að hlusta. Það er svo einfalt að blása út og það gerir svo mikið fyrir líðanina. Í raun er það að tala um það hvernig þér líður, besta meðalið og skref í áttina að því að líða betur sem fyrst.

Opnaðu hjartað

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 25. desember: Byrjaðu að opna hjartað, talaðu um tilfinningarnar