Reykjavik
18 Mar, Monday
5° C
TOP

24. desember: Byrjaðu að vinna daglega að eigin markmiðum

Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. Byrjaðu að vinna daglega í því að ná markmiðum þínum.

Mundu að öll ferðalög hefjast á einu skrefi. Hvað sem þig dreymir um í þessu lífi – byrjaðu að taka lítil, skynsemis skref á hverjum degi, öll í rétta átt.

Drífðu þig út og GERÐU eitthvað! Því meira sem þú leggur á þig, því hamingjusamari verður þú.

Mörg okkar finna það í hjartanu að við ættum að fylgja kölluninni – en fæst okkar gera það.

Hinsvegar er hamingjusamasta fólkið í kringum okkur einmitt það fólk sem fylgir hjartanu og VINNUR svo í því að ná markmiðum sínum.

Með því að “vinna í” málunum er átt við að þú, á hverjum degi, gerir eitthvað sem þokar þér nær því að verða það eða þar sem þú vilt.

ps. Lestu bókina The 7 Habits of Highly Effective People.

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is