23. desember: Byrjaðu að sætta þig við ófullkomleikann

23. desember: Byrjaðu að sætta þig við ófullkomleikann

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Byrjaðu að sættast við ófullkomleikann í lífinu.

Fæst í þessum heimi er fullkomið. Andartak getur verið það en fólk verður aldrei fullkomið því þannig erum við ekki gerð. Einfaldlega vegna þess að við erum stöðugt að þróast og breytast.

Ef þú ert þessi manngerð sem vill stöðugt vera að bæta sjálfa sig og heiminn í kringum sig getur verið erfitt að sættast við hlutina ‘eins og þeir eru’.

Stundum er betra að samþykkja bara og njóta tilverunnar eins og hún er, og taka fólki eins og það er, í stað þess að reyna að láta allt passa við einhverja hugmynd sem við höfum um fullkomnun: Að ef þetta eða þessi væri nú bara svona eða hinsegin þá yrði allt svo mikið betra.

Þetta þýðir ekki að þú eigir að sætta þig við að feta veg meðalmennskunnar heldur læra að elska og virða, þrátt fyrir ófullkomleikann.

Sættu þig við að lífið er ekki fullkomið

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest