22. desember: Byrjaðu að taka eftir litlu hlutunum

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Byrjaðu að taka eftir fegurðinni í því smáa, í litlu hlutunum í lífinu.

Í stað þess að bíða eftir að eitthvað STÓRT gerist, til dæmis hjónaband, barneignir, stöðuhækkun, stóri vinningurinn í Lottó – finndu þá frekar hamingjuna í því sem gerist á hverjum degi.

Til dæmis eins og að njóta kaffibollans, horfa á frostrósir á rúðunni, finna hvað maturinn sem þú eldar bragðast ótrúlega vel, að horfa á mynd með barninu þínu eða makanum, eða bara að finna hlýjuna í höndunum hans/hennar.

Að taka eftir og njóta þessara einföldu, en samt gefandi athafna og hluta hefur einstaklega jákvæð áhrif á tilveru þína og líðan.

Hamingjan felur sig í athöfnum daglegs lífs.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 22. desember: Byrjaðu að taka eftir litlu hlutunum