21. desember: Taktu eftir því sem stressar þig upp

21. desember: Taktu eftir því sem stressar þig upp

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Byrjaðu að fylgjast með streitunni hjá þér og taka stuttar hvíldir eða pásur.

Hægðu á þér. Andaðu. Gefðu þér leyfi til að taka örstuttar pásur, safna kröftum og halda svo áfram siglingunni með skýran huga og tilgang.

Þegar þú ert alveg á fullu skaltu staldra örstutt við og anda inn á milli.

Það er með ólíkindum hvað stuttar pásur geta hjálpað þér að ná skýrari sýn, frískað upp á kollinn og aukið afkastagetu þína.

Stuttar pásur munu hjálpa þér að endurheimta smá orku og um leið meturðu stöðuna, hvað þú varst að gera, hvert það leiðir þig og hvort það er í samræmi við markmiðin þín.

Byrjaðu að gæta að streituvöldum hjá þér. Taktu stuttar pásur.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest