20. desember: Byrjaðu að hlusta á innsæið þitt

20. desember: Byrjaðu að hlusta á innsæið þitt

Í dag er 20 desember og afar stutt til jóla. Undanfarinn mánuð höfum við talið niður á hverjum morgni, með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir næsta ár. Í dag fjöllum við um innsæi.

Byrjaðu að hlusta á  innsæið.

Ef það hjálpar skaltu ræða hugmyndirnar við þá sem eru þér næstir, en gefðu sjálfri þér nægilegt rými til að fylgja því sem hjartað segir.

Vertu samkvæm sjálfri þér. Alltaf.
Segðu það sem þú þarft og vilt segja. Alltaf.
Gerðu alltaf það sem þú veist í hjartanu að er rétt.

Þú finnur það á þér ef svo er ekki. Stundum getur þetta kallað á örstutta andartaks æfingu en það kemur með tímanum.

Hlustaðu á hjartað, láttu innsæið ráða. Það margborgar sig. Við köllum þetta líka að hlusta á sinn innri mann. Þessi innri maður veit alltaf hvað hann syngur. Ekki láta það sem hann segir framhjá þér fara. Hlýddu þessari rödd og þér mun farnast vel.

Hlustaðu á innsæi þitt.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest