18. desember: Byrjaðu að fyrirgefa sjálfri þér og öðrum

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Byrjaðu að fyrirgefa sjálfri/sjálfum þér og öðrum.

Við höfum öll verið særð vegna ákvarðana sem við sjálf eða fólkið í kringum okkur hefur tekið. Og þó að það sé eðlilegt að líða illa vegna einhvers sem gerist eða kemur upp á þá getur sársaukinn stundum varað aðeins of lengi.

Við veltum okkur upp úr sársaukanum og eigum erfitt með að sleppa takinu af honum. Fyrirgefningin er lækning við þessu.

Það þýðir ekki að þú sért að stroka út fortíðina eða gleyma því sem gerðist, þú ert einfaldlega að sleppa tökunum á sársaukanum, þú hættir að spóla til baka og fara yfir atburðin eða það sem særði þig aftur og aftur í höfðinu og við það líður þér betur.

Þú ákveður að draga lærdóm af því sem gerðist og halda svo áfram með líf þitt.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 18. desember: Byrjaðu að fyrirgefa sjálfri þér og öðrum