17. desember: Horfðu frekar á björtu hliðarnar

Á hverjum morgni í desember kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa jóladagatal Pjatt.is. Settu þér svo smátt og smátt markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Byrjaðu strax að leita að því góða í öllum aðstæðum.

Lífið getur oft verið drulluerfitt og þegar þú ert niðurdregin og líður illa skaltu prófa að draga andann djúpt og reyna að horfa á björtu hliðarnar, finna litla vonarneista. Það eru alltaf einhverjar lausnir sjáðu til.  Minntu þig á að þú getur og munt alltaf verða sterkari eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika.

Vertu líka meðvituð um það góða sem þú hefur í dag, sigrana sem þú hefur unnið, allt sem er þér í hag í þessu lífi. Allt sem er rétt og hefur blessast.

Byrjaðu í dag að telja upp allt það góða við líf þitt og aðstæður.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 17. desember: Horfðu frekar á björtu hliðarnar