16. desember – Byrjaðu að samgleðjast öðrum

16. desember – Byrjaðu að samgleðjast öðrum


Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 

Byrjaðu að samgleðjast með öðrum og fagnaðu sigrum þeirra. Byrjaðu að taka eftir því sem þér finnst jákvætt og gott við fólkið í kringum þig og segðu þeim það. Að kunna að meta hvað fólkið í kringum þig er frábært og hefur marga góða kosti mun gera bæði þér og öðrum mjög gott.

Þessvegna skaltu byrja að fagna því þegar aðrir taka framförum eða gengur vel í kringum þig. Láttu aðra heyra að þú samgleðjist og takir eftir því að þeim gangi vel.

Að samgleðjast öðrum skilar sér til baka og fljótlega mun fólkið sem þú hvetur áfram byrja að hvetja og samgleðjast með þér.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest