TOP

15. desember: Byrjaðu að keppa við sjálfa þig


Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið framundan. 

Byrjaðu að keppa við gamla útgáfu af sjálfri/um þér. Sæktu innblástur til annara, fílaðu þá, lærðu af þeim og líttu upp til þeirra. Áttaðu þig samt sem allra fyrst á að það er algjör tímasóun að keppa við annað fólk eða bera sig saman við það.

Þú ert bara að keppa við eina manneskju og sú manneskja ert þú sjálf – og aðeins þú sjálf.
Þú keppist við að verða eins góð og þú getur orðið.
Settu þér markmið um að slá allskonar met – þín eigin, persónulegu met

Kepptu bara við gamla útgáfu af sjálfri þér. Ekki annað fólk. Þú bætir bara sjálfa þig út frá þér. Þú verður bara betri á eigin forsendum. Út frá þér.

Byrjaðu að keppa við sjálfa þig.

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is