14. desember: Opnaðu á ný tengsl, nýjar vinkonur og vini

14. desember: Opnaðu á ný tengsl, nýjar vinkonur og vini

Þetta hljómar kannski illa en þú getur ekki haldið í hvern einasta vin sem þú færð á ævinni. Fólk breytist, forgangsröðun breytist og sum sambönd dvína út meðan önnur vaxa og dafna.
Jóladagatal Pjatt.is er komið í loftið. Á hverjum morgni kl 7:20 heilsum við lesendum okkar með litlum örhugvekjum um lífið og tilveruna. Samskipti við annað fólk og okkur sjálf. Molar sem taka innan við mínútu að lesa en skilja mikið eftir sig. Byrjaðu í dag að elska… og lesa desemberdagatal Pjatt.is. Settu þér markmið um betra hugarfar á nýja árinu sem er nú handan við hornið. 

Opnaðu augu þín fyrir nýju fólki, nýjum samböndum og tengingum. Þetta hljómar kannski illa en þú getur ekki haldið í hvern einasta vin sem þú færð á ævinni. Fólk breytist, forgangsröðun breytist og sum sambönd dvína út meðan önnur vaxa og dafna.

Fagnaðu því að ný sambönd fái að verða til um leið og þú sleppir tökunum á þessum gömlu sem gefa þér lítið í dag. Treystu innsæi þínu. Fagnaðu nýjum samböndum þó þau krefjist þess að þú stígir aðeins út fyrir þægindahringinn.

Vertu tilbúin að læra, mæta áskorun og vertu tilbúin/n til að hitta einhvern sem gæti breytt lífi þínu að eilífu.

Segðu hæ. Ekki vera feiminn. Vertu til í ný sambönd.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest