11. desember: Byrjaðu að gefa stórum draumum séns

11. desember: Byrjaðu að gefa stórum draumum séns

Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er nú framundan. 

Gefðu draumum þínum og hugmyndum tækifæri. Lífið snýst meira um að búa sér til tækifærin en að grípa þau, – þannig er það að minnsta kosti hjá okkur flestum.

Þú getur aldrei verið 100% viss um að hlutirnir gangi upp – eina leiðin til að vera viss um að ekkert gangi upp er að gera ekki neitt. Þú þarft bara að kýla á hlutina! Láta vaða. Taka sénsinn!

Og það skiptir engu máli hver útkoman verður, allt fer eins og það á að fara.
Annaðhvort gengur dæmið upp eða þú lærir af því.
Þetta verður alltaf win-win, sama hvað þú gerir. Þú græðir alltaf.

Þessvegna skaltu hætta að hika, kýldu á það og sjáðu hvort þú getir ekki látið drauma þína rætast. 

Byrjaðu að láta draumana rætast með því að hrinda þeim í framkvæmd. Rétti tíminn er í dag.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest