10. desember: Byrjaðu að smíða eigin gæfu

Við teljum niður til áramóta út desember með stuttum hugleiðingum sem bæta lífið og tilveruna. Út frá þessum hugleiðingum getur þú til dæmis sett þér markmið eða nýjar áherslur fyrir nýja árið sem er framundan.

Hver er sinnar gæfu smiður – Byrjaðu á að móta þína eigin hamingjuleið. Ef þú ert að bíða eftir því að einhver annar eða önnur en þú komi með hamingjuna til þín þá skaltu hætta að bíða.

Brostu af því þú getur það. Veldu gleðina. „Vertu breytingin sem þig langar að sjá í heiminum,“ eins og skáldið sagði.

Vertu sátt við sjálfa þig og láttu jákvæðni og bjartsýni vera þér leiðarljós inn í daginn. Hamingjan skýtur oft upp kollinum þar sem þú ákveður að leita hennar. Ef þú leitar hamingjnnar í því sem er beint fyrir framan þig þá munt þú á endanum finna hana. Fyrr en þig grunar.

En ef þú ert stöðugt að leita að einhverju öðru, þá því miður… finnur þú það líka. 

Þú berð ábyrgð, þú ert þinnar eigin gæfu smiður.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Færsla: 10. desember: Byrjaðu að smíða eigin gæfu