Þessir úfnu og ljúffengu toppar eru fljótlegir að gera og himneskir á bragðið. Kókostopparnir eru í miklu uppáhaldi á mínum bæ og ef þú eða þitt fólk er hrifið af kókos þá eru þessir málið.
- 2 egg
- 1 dl hrásykur
- 6 dl gróft kókosmjöl
- 1 tsk vanilludropar
- 80 gr 70% súkkulaði, saxað
AÐFERÐ
Þeytið egg og sykur, þar til létt og ljóst.
Blandið afganginum af hráefninu saman við.
Setjið deigið í toppa með teskeið á bökunarplötu.
Bakið við 180°C í miðjum ofninum í ca. 10-12 mín.
Kælið vel áður en þeir eru teknir af plötunni. Gott er að dýfa botninum á kökunum í bráðið súkkulaði, í stað þess að blanda súkkulaðinu í deigið!
Þessar fögru elskur hafa svo góða nærveru að manni hlýnar að hjartarótum. Njótið vel!!
Guðný H. Sigmundsdóttir er hársnyrtir að mennt og með gífurlegan áhuga á flestu sem eykur á heilbrigði og vellíðan. Hún elskar að baka og útbúa hollan mat, hefur brennandi áhuga á leiklist og hefur stundað hana í tvö ár ásamt því að starfa sem sölu og markaðsmanneskja.