Reykjavik
23 Mar, Saturday
-2° C
TOP

JÓLABAKSTUR: Lakkrístoppar – algjört sælgæti

Þann 2.desember n.k. er fyrsti í aðventu sem þýðir bökunardagur hjá okkur familíunni..

Mig langaði bara að deila hérna uppáhalds uppskriftinni okkar lakkrístoppum. Þeir eru svo sjúúúklega góðir að það er hættulegt. (kosta mann nokkra aukatíma í ræktinni) – En það er nú allt í lagi að leyfa sér smá munað um jólin.

Lakkrístoppar:

3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl

Aðferð:

– Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.
– Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli varlega útí með sleif til að skemma ekki þeitinguna.
– Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín.

Njótið vel!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.