Þann 2.desember n.k. er fyrsti í aðventu sem þýðir bökunardagur hjá okkur familíunni..
Mig langaði bara að deila hérna uppáhalds uppskriftinni okkar lakkrístoppum. Þeir eru svo sjúúúklega góðir að það er hættulegt. (kosta mann nokkra aukatíma í ræktinni) – En það er nú allt í lagi að leyfa sér smá munað um jólin.
Lakkrístoppar:
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl
Aðferð:
– Stífþeytið eggjahvíturnar og púðursykurinn og þeytið áfram þar til sykur er alveg horfin.
– Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli varlega útí með sleif til að skemma ekki þeitinguna.
– Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín.
Njótið vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.