Reykjavik
15 Mar, Friday
1° C
TOP

Himneskar, sykurlausar, krönsí súkkulaði og kókos smákökur

pexels-photo-230325Þessar smákökur eru himneskar. Svo mjúkar og góðar… alls ekki of sætar, ekki er það nú verra.

1 ¼ dl olía
2 ½ dl agavesýróp
1 egg
½ tsk vanilluduft
1 ½ dl kókosmjöl
2 ½ dl haframjöl
2 ½ dl spelt (t.d.fínt og gróft til helminga)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
1 msk vatn
100g 70% súkkulaði

Aðferð

Hitið ofninn í 220°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Hrærið öllu saman.
Setið deigið á bökunarplötu með teskeið.
Bakið í 6-10 mín.

Ótrúlega auðvelt að gera þessar elskur og þær kæta unga sem aldna. Fyrir utan það að ilmurinn kemur eins og himnasending í húsið þitt!

30+ stelpur & stelpustrákar, kyntröll, konur og kettlingar. Fjölbreytileiki, fegurð, gleði og góður fílíngur. Settu okkur í bookmark, eltu okkur á ÖLLUM samfélagsmiðlunum og líf þitt verður strax skemmtilegra! - Ef ekki, þá færðu endurgreitt! ATH: Snappið okkar heitir Pjattsnapp ATH: Sendu okkur póst á pjatt at pjatt punktur is