Þessar smákökur eru himneskar. Svo mjúkar og góðar… alls ekki of sætar, ekki er það nú verra.
1 ¼ dl olía
2 ½ dl agavesýróp
1 egg
½ tsk vanilluduft
1 ½ dl kókosmjöl
2 ½ dl haframjöl
2 ½ dl spelt (t.d.fínt og gróft til helminga)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
1 msk vatn
100g 70% súkkulaði
2 ½ dl agavesýróp
1 egg
½ tsk vanilluduft
1 ½ dl kókosmjöl
2 ½ dl haframjöl
2 ½ dl spelt (t.d.fínt og gróft til helminga)
1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
1 msk vatn
100g 70% súkkulaði
Aðferð
Hitið ofninn í 220°C og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Hrærið öllu saman.
Setið deigið á bökunarplötu með teskeið.
Bakið í 6-10 mín.
Ótrúlega auðvelt að gera þessar elskur og þær kæta unga sem aldna. Fyrir utan það að ilmurinn kemur eins og himnasending í húsið þitt!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.