Hjartaknúsarinn og ofurtöffarinn John Travolta er orðin svolítið pirraður á að vera kallaður hommi en síðustu ár hefur verið uppi sterkur orðrómur um að hann sé meira fyrir menn en konur.
Diskótröllið er alls ekki á því að gangast við þessu. Segir að þetta snúist bara um peningagræðgi.
Travolta hefur nýlega lagt fram kæru á hendur Douglas Gotterba en sá segist hafa átt í kynferðissambandi við Travolta meðan hann starfaði fyrir flugfélag leikarans, Alto, í sex ár á 80’s árunum. Máli sínu til stuðnings hefur Douglas birt fjölda mynda af sjálfum sér og leikaranum saman á góðum stundum.
Þó er ekkert á myndunum sem sýnir sérstaklega að þeir séu elskendur.
“Þetta er akkilesarhæll allra sem ná langt og eru í sviðsljósinu,” sagði Travolta og bætti við að sér væri nú hálfpartinn sama um þetta, svona að mestu.
“Þetta skiptir mig engu sérstöku máli og það er eflaust ástæðan fyrir því að fólk er enn að velta sér upp úr þessu. Ég nennti ekki að fara í þetta á sínum tíma,” segir hann og bætir við að í eitt skipti hafi honum þó verið alveg nóg boðið og það var þegar sextán ára sonur hans fannst látinn á landareign fóstra síns árið 2009 en fóstrinn, Jeff Kathrein, var einnig nefndur sem ástmaður Travolta.
“Þá fannst mér of langt gengið,” segir hann í viðtali við DailyBeast. “Fólk mun alltaf hafa áhuga á kynlífi manns en að blanda því saman við fjölskylduharmleik er of langt gengið.”
John Travolta hefur nú verið giftur Kelly Preston í 23 ár. Þau hafa eignast þrjú börn saman, það yngsta árið 2010. Kelly og John hafa margsinnis farið í sambandsmeðferðir en hann hefur tröllatrú á slíku og segir þær hafa bjargað sambandi þeirra margoft.
John Travolta er jafnframt meðlimur í Vísindakirkjunni, þeirri sömu og Tom Cruise sækir. Spes týpur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.