Hin einstaka Joan Rivers lést á fimmtudag sem leið eins og flestum er kunnugt en hún náði að verða 81 árs.
Joan, sem fór í rútíneraða aðgerð á raddböndunum (þau voru farin að gefa sig) fékk hjartastopp í miðri aðgerð og var eftir það haldið sofandi í öndunarvél en hún yfirgaf sína jarðnesku tilvist skömmu síðar.
Jarðarför gríndrottningarinnar fer fram í gyðingakirkjunni Temple Emanu-El í New York á morgun en aðeins fáir fjölskyldumeðlimir fá að vera viðstaddir athöfnina. Öðru máli gildir þó um sjálfa jarðsetninguna en ótal heimsfrægar stjörnur munu verða viðstaddar að ósk Joan sjálfrar.
Hún var fyrir löngu búin að sjá jarðarförina fyrir sér og sú á alls ekki að vera sorgleg eða leiðinleg. Daman fór fram á að rauði dregillinn frægi yrði hafður með og gott betur, hún ætlar að láta jarða sig með honum. Svo honum verður rúllað að gröf Joan og síðan ofan í hana.
Í endurminningum sínum ‘I Hate Everyone… Starting with Me,’ sem út kom árið 2012 skrifaði hin dásamlega Joan eftirfarandi línur sem er best að sleppa því að þýða… það mættu sannarlega vera til fleiri konur eins og Joan Rivers.
“When I die (and yes, Melissa, that day will come; and yes, Melissa, everything’s in your name,) I want my funeral to be a huge showbiz affair with lights, cameras, action.”
“I want Craft services, I want paparazzi and I want publicists making a scene! I want it to be Hollywood all the way. I don’t want some rabbi rambling on; I want Meryl Streep crying, in five different accents. I don’t want a eulogy; I want Bobby Vinton to pick up my head and sing ‘Mr. Lonely.’ I want to look gorgeous, better dead than I do alive. I want to be buried in a Valentino gown and I want Harry Winston to make me a toe tag. And I want a wind machine so that even in the casket my hair is blowing just like Beyonce’s.”
Blessuð sé hennar minning ♥
PS. Eins og allir vita var Joan jafnframt ókrýnd drottning fegrunaraðgerða í Hollywood en hér má lesa grein og skoða myndir af því hvernig útlit hennar þróaðist í gegnum árin.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.