Joan Rivers varð áttræð í júní en hún er fædd í merki tvíburans árið 1933 í Brooklyn í New York.
Joan, sem er af gyðingaættum og hét áður Joan Alexandra Molinsky, er ekki há í loftinu eða 1.58 sentimetrar og yfirfull af stórkostlegum húmor þar sem hún gerir stólpagrín að sjálfri sér og öllum öðrum. Hún hefur verið áberandi í skemmtanalífinu frá árinu 1965 og enn skín frægðarsól hennar hátt á lofti.
En Joan Rivers er ekki bara þekkt fyrir að vera fyndin, kaldhæðin og skemmtileg. Hún hefur farið í svo margar útlitsbreytandi aðgerðir að konan minnir hreint ekkert á áttrætt gamalmenni heldur veru af öðrum heimi.
Sjálf segist hún bara vilja vera sæt og líta vel út. Hún leggur meiri áherslu á að viðhalda eigin útliti en að kaupa sér nýja bíla og hefur á sama tíma jafn mikinn húmor fyrir þessu og flestu öðru í lífinu.
Hér eru nokkrar áhugaverðar andlitsmyndir sem sýna greinilega hvernig útlit Joan Rivers hefur þróast undanfarin ár.
Janúar 1965
Árið 1965 fór grínarinn í sína fyrstu aðgerð. Hún lét lyfta augnlokunum örlítið upp.
Janúar 1980
Fimmtán árum síðar var Joan orðin vel þekkt í sjónvarpi þar sem hún hafði komið reglulega fram í áratuginn þar á undan The Tonight Show with Johnny Carson. Árið 1980 var hún orðin samstarfskona hans í þættinum – og var komin með mjög breytt útlit frá því sem áður var.
Maí 1985
Daman heldur ótrauð áfram í aðgerðum. Hér hefur hún látið mjókka á sér miðnesið en það gerði hún árið 1983.
Nóvember 1988
Joan brosti út að eyrum á Emmy verðlaunahátíðinni 1988. “Það vilja allir líta vel út og við viljum öll horfa á laglegt fólk. Þetta er bara bissniss,” sagði hún í viðtali.
Ágúst 1990
Vinkona okkar hlaut fyrstu Emmy verðlaun sín fyrir Joan Rivers Show árið 1990. “Í mínu starfi verða allir að líta vel út. Þetta gengur allt út á það og að vera ungleg.”
May 1994
Hér sjást örlítið fleiri hrukkur en vanalega á dömunni. Hún mætti á Tony verðlaunahátíðina árið 1994, þá 61 árs.
Desember 1996
64 ára og búin að láta toga aðeins í andlitið, eða fara í ‘face-lift’ eins og það er kallað.
Júní 2000
“Það er betra að sjá nýtt andlit koma úr gömlum bíl en gamalt út úr nýjum bíl. Eyddu peningunum í sjálfa þig. Það er mitt mottó”
January 2002
Hún leit ljómandi vel út á Golden Globes, en hér er það byrjað að sjást ansi vel hvað hún hefur látið breyta sér mikið.
May 2006
Joan komin á áttræðisaldur og hér eru aðgerðirnar byrjaðar að hafa áhrif á tjáningu hennar í andliti.
Maí 2007
“Ég er búin að fara í svo margar aðgerðir að þegar ég dey verður líkama mínum áhafnað til Tupperware!”
Nóvember 2009
“Að líta vel út jafngildir því að líða vel,” skrifar hún í bók sína Men are Stupid… and They Like Big Boobs, (Karlar eru vitlausir og þeir elska stór brjóst) sem kom út 2009. “Mig langar frekar að vera ungleg og hamingjusöm en gömul og þunglynd”.
Maí 2010
“Mér finnst geggjað að horfa í spegil og hugsa, ‘Miðað við að þú ert 77 ára þá líturðu ansi vel út’. Það er bara það sem þetta snýst um. Mér er sama hvað aðrir segja eða hvað þeim finnst,” sagði hrukkulausa tískulöggan í viðtali við Entertainment Weekly.
Júní 2012
Joan hefur aldrei gefið upp hversu margar aðgerðir hún hefur nákvæmlega farið í en hefur þó gantast mikið með þetta. Hún segist m.a. alltaf fara um helgar og láta gera ‘eitthvað’ – sé með klippikort og fái tíundu hverja aðgerð fría. Hún viðurkennir þó fúslega að hafa farið amk tvisvar sinnum í andlitslyftingu og á hálfs árs fresti fer hún og lætur bæta í varirnar sínar.
April 2013
Daman okkar er orðin áttræð og lítur út fyrir að vera bæði heilbrigð og hamingjusöm. Hún hefur enn fulla starfsorku og kemur fram í sjónvarpi í þáttunum Fashion Police þar sem hún fussar og sveiar yfir klæðaburði fræga fólksins eða dásamar það í bak og fyrir með sínum einstaka húmor.
Hún mætir enn mikilli gagnrýni fyrir aðgerðirnar sem hún hefur farið í (og er enn að fara í) en Joan er mikill nagli og lætur þetta allt sem vind um eyru þjóta enda eru fáir jafn kaldhæðnir og fyndnir og þessi skemmtilega kona.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.