Leikkonan dáða Joan Collins er vissulega á níræðisaldri en hún er langt frá því að teljst elliær.
Joan hefur verið gift hvorki meira né minna en fimm sinnum og kallar ekki allt ömmu sína. Karakterinn hennar úr sjónvarpsþáttunum Dynasty var hin ískalda Alexis Carrington sem aldrei lét vaða yfir sig og átti alltaf seinasta orðið – ekki ólíkt Joan sjálfri.
,,Ég tel mig vera femínista, að minnsta kosti trúi ég á jafnrétti kynjanna. Hins vegar finnst mér ekkert að því að vilja skreyta sig með skarti og nota farða, konur eiga njóta alls þess sem telst kvenlegt.”
Leikkonan segist sjá vel um sig til þess að halda sér unglegri en hún hefur alfarið forðast lýtalækningar, fyrir utan að hafa prufað Botox. Þess í stað hefur hún lengi notast við avakadó til að halda húðinni fallegri. Joan segist einnig stunda reglulega líkamsrækt en að hennar sögn er hún langt frá því að teljast jafn spræk og Jane Fonda.
,,Mér finnst alveg fáránlegt hvernig samfélagið beitir konur þrýstingi í dag – það er ætlast til af ungum konum að þær líti út eins og Barbí-dúkkur, það eru fáránlega óraunhæfar kröfur” lét Joan hafa eftir sér í viðtali.
Joan Collins er frábær karakter og glæsileg kona – sem eldist virðulega og lætur ekki hégómann í Hollywood trufla sig.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.