Breska söngkonan Jessie J neyddist til að selja glerhúsið sitt í Surrey eftir að hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum.
“Eftir að ég hafði komið fram í The Voice varð ég allt í einu undarlega fræg og það er bara ekki hægt að vera frægur og búa í glerhúsi á sama tíma,” sagði hún í nýlegu viðtali hjá Alan Carr og bætti svo við að hún vorkenndi eiginlega fólkinu sem keypt húsið af henni því enn væru aðdáendur eða forvitnir að hanga þarna fyrir utan og jafnvel góla lög með henni.
“Hálfu ári eftir að ég seldi voru enn krakkar þarna fyrir utan að syngja Domino. Ég dauðvorkenni fólkinu sem keypti af mér.”
Jessie á gríðarlega marga aðdáendur í Bretlandi en íhugar engu að síður að flytja til Los Angeles þar sem henni finnst fólk gera sér meira mat úr hæfileikum hennar.
“Í Ameríku er meira fókuserað á sönginn hjá mér en mér líður eins og fólk sé hætt að spá í það hérna. Ég hef helgað sönginum líf mitt og finnst nauðsynlegt að vera tekin alvarlega á því sviði. Hér virðist fólk hafa mikið meiri áhuga á hvað ég borða í morgunmat eða hverjum ég sef hjá.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.