
Fyrir utan það að vera þrusugóð söngkona er Jessie J. bara algjör töffari!
Í haust hefur hún sett ansi margar myndir af sér og sínum fínu nöglum á Instagramsíðu sína. Hún virðist vera hrifnust af svörtu og rauðu lakki þessa dagana eins og myndirnar sýna.








Hvað segja Pjattrófur? -er Jessie J ein af þeim sem er bara alltaf flott?
Hulda Jónsdóttir Tölgyes er 28 ára og úr Reykjavík.
Hulda hefur lokið tveimur háskólaprófum í sálfræði og stefnir ótrauð á að læra enn meira innan þess sviðs á næstu árum.
Hún er jafnframt lærður naglafræðingur úr MOOD skólanum og einn af stofnendum poppkórsins Vocal Project.
Hulda er hundafrík sem naglalakkar stundum tíkina sína!