Jessica Simpson er nýbúin að eignast son en fyrir átti hún eina dóttur. Systkinin komu með stuttu millibili þannig að Jessica var ekki búin að jafna sig eftir fyrri meðgöngu þegar sú næsta tók við.
Þegar hún var ólétt í fyrra skiptið bætti hún töluvert mikið á sig, hún fékk einnig mikinn bjúg og að hennar eigin sögn leið henni alls ekki vel á meðgöngunni. Talandi af reynslu (ég sjálf) þá líður manni ekkert rosalega vel þegar maður hefur bætt á sig 40 kílóum á meðgöngu og er farinn að nálgast þriggja stafa töluna á vigtinni.
Jessica öfundaði Kate Middleton mikið þegar hún var ólétt en hertogaynjan virtist bara hafa verið með flotta kúlu og ekkert meira. Svo er daman komin í sömu fatastærð aftur mánuði eftir barnsburð. Hinsvegar var Kim Kardashian ekki eins heppin og Kate og bætti töluvert á sig eins og Jessica og fékk mikla gagnrýni frá slúðurpressunni fyrir vikið. Jessica segist hafa fundið til með Kim því hún gekk í gegnum það nákvæmlega sama. Hún furðar sig jafnframt á því hvers vegna papparassar og slúðurmiðlar séu svona ákafir í að gagnrýna holdarfar kvenna á meðgöngu.
Söngkonan segist vera með línur, hún sé með brjóst og mjaðmir og hún vissi það svo sem alveg að hún myndi bæta á sig þegar hún yrði ólétt en kannski ekki alveg jafnmikið og raunin varð. Jessica segist þó ekki hafa neinar áhyggjur af því að hún muni ekki léttast því að það komi með tímanum.
Ætli að Kim og Jessica fari ekki bara að æfa saman, fóru báðar í keisaraskurð og geta deilt reynslusögum sín á milli? Það væri nú eitthvað.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig