Undanfarin ár hafa verið viðburðarík hjá leik – og söngkonunni Jessica Simpson.
Þegar slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Nick Lachey bætti stjarnan talsvert á sig og upplifði einelti af hálfu slúðurpressunnar.
Þegar hún varð ófrísk af sínu fyrsta barni jókst umfjöllunin um þyngd hennar og útlit. Eftir meðgönguna hóf hún opinbert átak hjá Weight Watchers og missti þar töluvert af kílóum. Fljótlega varð hún þó barnshafandi á ný en leikkonan segir að eftir að hafa farið í gegnum átaksferlið með Weight Watchers þyngdist hún ekki jafn mikið á seinni meðgöngunni.
Nú er hún í annað sinn að fylgja mataræði Weight Watchers og segir sjálf að hún hafi aldrei verið jafn ánægð með sig.
,,Konur eru undir miklum þrýstingi að halda sér grönnum en ég er bara ein af þeim sem þyngist mikið á meðgöngu. Ég er með mjaðmir og brjóst, ég er “curvy” – þannig er ég bara af Guði gerð” sagði Jessica í viðtali.
Söngkonan hefur verið dugleg að verja sig og sína líkamsstærð. Einlægni hennar er svo sannarlega góð tilbreyting frá mörgum Hollywood stjörnum, líkt og Tori Spelling sem þóttist lifa heilbrigðu lífi en var í raun einfaldlega að svelta sig.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.