Leikkonan Jessica Alba hefur greinilega ekki mikla þekkingu á popptónlist.
Daman segir að hún hafi ekki haft hugmynd um hverjir strákarnir í One Direction voru þegar þeir komu til hennar á verðlaunahátíð í Bandaríkjunum.
„Ég vissi ekki hverjir þeir voru en fyrir nokkrum árum síðan spurðu þeir mig á verðlaunahátíð hvort þeir mættu sitja á mynd með mér,“ sagð Alba.
„Þetta voru þessir sætu strákar með tískuhárgreiðslur. Ég sagði, „Guð minn góður… eruð þið í hljómsveit?““
„Þeir horfðu á mig eins og ég væri einhver geimvera. Ég var mögulega eina manneskjan í heiminum sem vissi ekki hverjir þeir voru.“
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.