Ofurspaðinn Mick Jagger missti kærustu sína til margra ára í mars á þessu ári en hún féll fyrir eigin hendi eftir að hafa komið sér í mikið skuldafen.
Eftir andlát hennar hefur sá gamli verið gagnrýndur fyrir að vera ‘of fljótur’ að jafna sig en hann hefur sést með fögrum fljóðum á ferðum sínum um heiminn og sumum ekki litist vel á. Hann eigi að vera lengur að syrgja.
Af þessu tilefni hefur fyrrum eiginkona hans og móðir fjögurra barna, Jerry Hall, komið honum til varnar í slúðurpressunni.
Hún segir að Mick geti bara gert það sem honum sýnist. Hann sé núna einhleypur og það sé ekki annara að dæma hvort hann er fljótur að jafna sig eða ekki.
Jerry segir andlát L’Wren Scott hafa fengið mjög á alla fjölskyldumeðlimina en þær voru ágætis vinkonur og það var mikill samgangur á milli allra barna Jaggers sem hann á með fjórum konum.
Jerry segir jafnframt að þau Mick séu mjög góðir vinir og að þau tali reglulega saman um börnin og önnur mál.
Hún segir að hann hafi fyrst og fremst komist yfir áfallið sem fylgdi því að missa ástkonu sína með fullt af ást og stuðningi frá börnum sínum en það yngsta er nú 14 ára og elsta er 43 ára.
“Við náðum öll mjög vel saman, það ríkti friður yfir samskiptum okkar. Þetta var því bara gríðarlegt áfall fyrir okkur öll og Mick var eyðilagður – þetta var mesta áfallið fyrir hann. Gríðarlegt.”
Mick og Jerry skyldu árið 1999 eftir 9 ára hjónaband en hún segir að það hafi alltaf verið töluverð áskorun í því að fá fjölskyldulífið til að ganga vel.
“Auðvitað er þetta áskorun. Við vorum gift og svo koma börn með öðru fólki og svona, það hljóta allir að viðurkenna að slíkt sé gríðarleg áskorun! En við náðum öll vel saman og ég er góð vinkona allra barnsmæðra hans.”
Þvílíkt til fyrirmyndar hún Jerry Hall. Það mættu fleiri temja sér þetta hugarfar!
Lestu hér grein um stjúptengsl.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.