Hönnuðurinn skrautlegi Jeremy Scott hefur nú hannað nýja línu sem er vægast sagt óvenjuleg.
Mér hefur alltaf fundist Jeremy Scott einn áhugaverðasti og flottasti hönnuður í bransanum en núna tók hann spor í vitlausa átt…
Neon litir, gróf og frekar hallærisleg mynstur og sniðlaus föt í anda Flintstones, minnir mig á illa gerða öskudagsbúninga – ég bara sé ekki að nútíma kona myndi ganga í þessu.
Það er einhver húmor í þessu hjá karlinum býst ég við en ljót flík á 25.000 kr er frekar kostnaðarsamur húmor fyrir mér.
Ég vona að hann Jeremy geri aldrei neitt þessu líkt aftur og haldi bara áfram að búa til flottar og öðruvísi flíkur í framtíðinni.
Hvað finnst þér um Flintstones línuna hans Jeremy?
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.
9 comments
Guð. Ég man eftir hvað ég var heilluð af “klukku” línunni hans. En þetta er algjör sjónmengun. Hvað er maðurinn að pæla?
Alveg sammála þér, þetta er hrikalega púkó, á hverju ætli Jeremy sé þessa dagana..
Vá alve sammála, finnst þetta aaaðeins of ýkt, allt i lagi að sækja innblástur í hina og þessa hluti en þetta er nú bara copy paste úr flinstones liggum við 😛
mér finnst skórnir æði, en hitt er sorp
mér finnst skórnir alveg frábærir.
Hitt er semí… já hræðilegt, því miður. haha.
Já ég verð eiginlega að viðurkenna að skórnir er svoldið kúl en hitt er ekki fallegt !
ææ.. ferlegt !
en jú, skórnir rokka svolítið :O)
ég dýrka skóna mér finnst þeir æði:)
Það er allavega hægt að brosa yfir þessum fötum, þetta er nú eiginlega bara fyndið “your cave or mine” frábært! Smá sexý, skemmtilega hallærislegt og ógeðslega fyndið…ég gæti nú ekki farið í vont skap í einu svona outfitti.