Hönnuðurinn skrautlegi Jeremy Scott hefur nú hannað nýja línu sem er vægast sagt óvenjuleg.
Mér hefur alltaf fundist Jeremy Scott einn áhugaverðasti og flottasti hönnuður í bransanum en núna tók hann spor í vitlausa átt…
Neon litir, gróf og frekar hallærisleg mynstur og sniðlaus föt í anda Flintstones, minnir mig á illa gerða öskudagsbúninga – ég bara sé ekki að nútíma kona myndi ganga í þessu.
Það er einhver húmor í þessu hjá karlinum býst ég við en ljót flík á 25.000 kr er frekar kostnaðarsamur húmor fyrir mér.
Ég vona að hann Jeremy geri aldrei neitt þessu líkt aftur og haldi bara áfram að búa til flottar og öðruvísi flíkur í framtíðinni.
Hvað finnst þér um Flintstones línuna hans Jeremy?
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.