Jennifer Lopez fór heldur betur hjá sér þegar henni var sýnt hennar fyrsta sjónvarps-móment .
Þarna er J-lo ásamt öðrum dönsurum og það er frekar skondið að horfa á þær þar sem þær kepptust allar við að fanga athygli söngvarans McHammer með því að vera sjúklega sexý, hrista bossann og brosa breiðu colgate brosi til söngvarans.
Jennifer var hins vegar ekki valin til að túra með McHammer.
Hver man ekki eftir laginu: “Can’t touch this” Hammertime eða Harem buxunum sem McHammer klæddist meðan hann söng og dansaði, eða réttara sagt hoppaði um, í myndbandinu lagið varð feikivinsælt.
MC kom af stað nýrri tísku því buxurnar sem hann klæðist í myndbandinu urðu gersamlega ómissandi í fataskápinn. Hafa þessar buxur verið að sjást á tískupöllum og detta í fataverslanir að undanförnu en söngkonan Rhianna hefur sést spóka sig um í McHammer buxum og verið gagnrýnd fyrir að vera stíliseruð af McHammer og Vanilla Ice.
Hér má sjá hið 20 ára gamalt McHammer myndband sem fékk Jennifer til að roðna -úups.. það sem er fáranlega fyndið er að engin tónlist er spiluð undir dansinum.
Hér er svo MC Hammer með lagið sívinsæla Can’t Touch this:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.