.
Jennifer Lawrence var flott á frumsýningunni á “X-Men: Days Of Future Past” sem fór fram í Jacob Javits Center í New York City í gær en hún mætti klædd í Jason Wu kjól, með tösku frá Kotur, á Jimmy Choo hælum og með skart frá Ana Khouri.
90’s tískan hefur verið að ryðja sér rækilega til rúms síðustu misserin enda líða vanalega alltaf tuttugu ár á millli þess sem tískuhjólinu er snúið.
Jennifer er þó ekki alveg með’etta upp á tíu en ef hún ætlaði sér að taka 90’s lúkkið alla leið þyrftu augabrúnirnar að vera mjórri og varaliturinn dekkri, en allt hitt er fullkomlega 90’s!
Þetta er skemmtileg tilbreyting fyrir Jennifer sem er vanalega eins og prinsessa úr Dior kastalanum þegar hún mætir á opnanir eða frumsýningar.
Við bíðum spenntar eftir því að Jennifer haldi áfram að koma okkur á óvart þegar hún kemur fram opinberlega á næstunni. Snilld frá Fanney um 90’s tískuna hér… og hér fjallar Tinna um myndina Craft sem þar sem 80’s Goth tískan er upp á sitt besta.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.