Leikkonan Jennifer Lawrence prýðir forsíðu nóvember tölublaðs Harper’s Bazaar og ég verð að segja að leikkonan er stórglæsileg!
Hún er mynduð af Ben Hassett en stílisti myndaþáttarins var Julia Von Boehm. Þegar ég sá þennan myndaþátt varð ég orðlaus yfir fegurð leikkonunnar. Hún er ein af þeim leikkonum sem eru í miklu uppáhaldi enda kona sem segir sínar meiningar og smjaðrar ekki til að ná lengra í lífinu. Og flott er hún! Ég læt myndirnar hér að neðan tala sínu máli…
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig