Jeffrey Campbell er einn af mínum uppáhalds skóhönnuðum og allt sem hann gerir finnst mér ótrúlega flott.
Það sem hefur verið sérstaklega áberandi hjá honum uppá síðkastið ertu svokallaðir ‘wedges’ -eða bara skór með fylltum hæl (af hverju eru aldrei til svona flott orð yfir hluti á íslensku?).
Ég er einmitt alveg sjúúk í svoleiðis skó og hlakka mikið til að komast til London um næstu helgi og fjárfesta í eins og 1-7 pörum af ‘wedges’.
Skórnir eru í dýrari kantinum en alls ekki svo að maður fari á hausinn. Það er auðveldlega hægt að finna flotta Jeffrey Campbell skó á í kringum 20-30.000 kr. (og jafnvel ódýrari ef það er útsala)
–
hægt er að nálgast skóna á:
og fleiri síðum.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.